Friday, January 31, 2003
Já..
Enn einn dagur eins og vanalega.. Reyndar ágætur dagur.. En allavega í gær hélt jeg í afmælisveislu félaga míns og bekkjarfélaga Sigurðs Arnars, og skemmti mér bara þónokkuð vel. Hann er mjög gestrisinn..
Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Jeg man frekar illa eftir honum, en allavega var jeg inni í skítugri íbúð með einhverja geimveru, eða brúðu af geimveru. Einnig kom lítill krakki með feitt andlit og skeggrót eitthvað við sögu.. Undarlegt.. Jeg er enginn draumráðningarmaður, en ætli þetta þýði ekki það sama og allir aðrir draumar, jeg er óöruggur og er hræddur við að eignast dverg með geimverubrúðu.. Eða eitthvað í þá áttina. En allavega, ætli jeg haldi nú ekki áfram að eyða tíma mínum í eitthvað uppbyggilegt, sjónvarpsgláp eða eitthvað í þeim dúr.. Það er C dúr..
posted by stefan at 11:39:00 AM
|
Thursday, January 30, 2003
Vúhú!! Jeg vaknaði í enn eitt skiptið! Ástæða þess að það var einhver efi um það, er sú að í gær hitti jeg sígauna sem var að reyna að halda því fram að jeg myndi aldrei vakna aftur. Eða dreymdi mig það kannski.. Jeg er ekki alveg viss en ef þetta var draumur þá útskýrir það vissulega að jeg var með staurfót.. Ekki það að jeg sé að segja að þeir sem neyðast til að nota staurfót séu eitthvað verri en aðrir.. Þeir eru alveg fínir..
En já, enn annar frímorgunn og mér líkar vel. Vaknaði og fékk mér bláberjasulturistaðbrauð. Horfði svo á enn aðra bandaríska formúlu mynd, sem jeg nefni ekki á nafn af ótta við að lenda í öðru málaferli.. Stórmerkilegt alveg hvað margar bíómyndir, lög, bækur og svo margt fleira snýst um eitt ósannað fyrirbæri, ást. Er til einhver vísindaleg skýring á því að ást sé til? Eða jú reyndar er líklega hægt að útskýra þetta með óvenjumiklu dópamín flæði eða eitthvað svipa. Allavega, pælið í því hvað sá maður er fyrst hefði skráð ást sem vörumerki væri ríkur! Hey! Þetta gefur mér hugmynd.. Eða nei, jeg vill ekki komast í þann risastóra hóp fólks sem hefur markaðsett ást. Þetta líf er nógu heimskulegt þótt maður byrji ekki á einhverri svona vitleysu.. Jæja ætli jeg haldi nú ekki áfram með daginn.. Sötra heimatilbúinn sítrónudrykk, fikta í Emmpésjé og fara loks í sturtu..
Bíómynd dagsins: Hideaway hotel (Á sýn í gær)
Í spilun: Lög af nýju Looptroop plötunni, hélvíti flott..
posted by stefan at 1:43:00 PM
|
Tuesday, January 28, 2003
Kæra bloggbók..
Það hefur lítið sem ekkert gerst í dag.. Vaknaði átta og horfði á myndband.. Mynd sú fjallaði um Háskólalíf í bandaríkjunum.. Hafiði séð hana? Ekki eins og það séu margar kvikmyndir sem hætta sér í það að taka fyrir svona erfitt viðfangsefni. Þessi kvikmynd bar titilinn "Van Wilder" eða eitthvað þannig. Alveg áhorfanleg mynd, en kom mjög lítið á óvart. Mér hefur verið sagt að þessi mynd sé hreinasta snilld. Þá fer jeg að hugsa um hvað almenningur er heimskur ef hundur með of stórar hreðjar sem brundar í bakarísbrauð er nóg til að kæta litlu hjörtu hans. Svo hætti jeg snögglega að hugsa um það og fer aftur að ienbeita mér að því að skrifa tilgangslausa stafi inná einhverja vefsíðu sem enginn skoðar. Mér finnst ananas góður.. Af hverju hefur engum dottið í hug að láta einhvern njóta ásta með skornum ananas í bíómynd.. Sé það fyrir mér, "American pineapple"! Merkilegt hvað síðskeggjaðir svíar með hljóðnema geta verið samviskusamir... Tsjihh... Thsjigg... Tsjihhh.. Tsjigg... Tsjigga Tsjigg!
posted by stefan at 9:21:00 PM
|
Monday, January 27, 2003
Nú hef jeg séð allt. Jeg var gangandi úti nú fyrr í dag í ótilgreindum erindagjörðum, mætti jeg þá ekki strák sem hélt á snjóbolta og HÉLT UPPI SAMRÆÐUM VIÐ HANN! Jeg sem hélt að þessi veröld væri hætt að koma manni á óvart. Makalaust alveg...
Þvílíkur b-boy...

posted by stefan at 6:19:00 PM
|
Shit...
Ekki búinn að blogga heillengi og undir venjulegum kringumstæðum væri það góður hlutur, en þar sem jeg hef verið hvattur til að skrifa meira rugl hérna, hef jeg ákveðið að láta verða af því.. Jæja, prófin búin og útkomurnar komnar. Jeg náði öllu, meira segja frönsku þar sem mér varð á og stafaði óvart nafnið mitt vitlaust í munnlegu prófi. Eftir prófið komst jeg að því að jeg heiti réttu nafni Stefán, ekki stafen... Jæja það er allavega allt gott og blessað.. Á síðastliðinn föstudag fagnaði jeg prófa útkomum með tvem bestu vinum mínum, Kalla og Miguell. Það kvöld fór alveg ágætlega, en jeg var stórhneykslaður á samnemendum mínum við Menntaskólann á Akureyri að halda ekki eytt einasta partí eftir tvær þrotlausar vikur af prófundirbúningi.. En, þar sem jeg er kominn í viku frí frá skólanum þá sætti jeg mig líklega við þetta.. Skrifa kannski meira seinna, er allveg hræðilega þreyttur í puttunum.. Ætti að fá borgað fyrir hvern staf.. Kannski jeg verði bara svona doktor love og bulli eitthvað í fólki með ástarvandamál eða kynsjúkdóma... Það er alveg hugmynd.. Bless bless!
posted by stefan at 1:26:00 PM
|
Friday, January 17, 2003
Jeg sit heima í mestu makindum og hugsa um þann fáránleik sem á sér stað í þjóðfélaginu núna. Af hverju eru tvær bíómyndir í einu í Nýja-Bíó sem ganga út á það að karl verður kona eða öfugt. Hvaða vitleysa er þetta!
Er þetta húmorinn í dag. Kynjabrenglanir? Er ekki nóg að strákar nú til dags hugsi ekki um annað en hárgreiðslu og föt? Er virkilega verið að reyna að eyða muninum á kynjunum? Hvað myndi He-man segja um þetta? Reyndar var hann með sítt hár, en hann klæddist einungis lendaskýlu og var alveg sama hvað fólk sagði um fötin hans. Hann þurfti varla föt, nema þó til að skýla kynfærum sínum, því hann var sannur karlmaður og alveg sama um hvað fólk sagði um hann! Reyndar er hann teiknimyndapersóna en samsíða því er hann karlmennsku ímynd okkar. Þó jeg sé ekki mikið fyrir lendaskýlur..
Jæja, fyrst við erum fámennir í þessari baráttu gegn því að mannkynið verði kynlaust, þá legg jeg samt til að fólk lesi greinina í Lifandi Vísindum sem hafði fyrirsögnina "Munur kynjanna er að deyja út" eða eitthvað slík. Best að halda áfram að syngja með J.Lo, skella vaxi í hárið á mér og ræða við hina sólbrúnu vini mína hvort jeg sé orðinn of feitur í þessar buxur.
"Stay real", "Im real", "Straight Thuggin" - J.lo, þvílík ghettogirl
Í spilun: el-p dissið á anticon, þvílíkt rugl!
posted by stefan at 4:15:00 PM
|
Thursday, January 16, 2003
Tileinkað He-man, sem hjálpaði til við að skapa karlmennsku ímynd þessarar kynslóðar og kenndi okkur að slá aldrei konur.
Þú varst mín fyrirmynd
Kenndir mér að slá mér frá
Það er synd
Að þú þurftir að hverfa skjánum frá
He-man
HE-MAN
HE-MAN!
HE-MAN!!!!!
posted by stefan at 11:03:00 AM
|
Jæja helvítið hafi það.
Jeg spila qwel, borða doritos og les fyrir ensku. Jeg komst að því að qwel er ekki nógu myndarlegur einstaklingur. Sjaiði bara.
posted by stefan at 10:42:00 AM
|
Wednesday, January 15, 2003
Jeg var að átta mig á einu. Þar sem enginn les þetta blogg þá virkar þetta vel til að hjálpa mér að muna hvað jeg geri á daginn. Jeg fæ betri yfirsýn yfir tilveru mína.. Fínt það.
posted by stefan at 11:21:00 AM
|
Shit! Helvítis danskan fór með til helvítis og baka. Eða það er að segja jeg fer örugglega eitthvað til baka á næstunni. Eins og jeg hef áður greint frá þá eru dönskukennararnir eitthvað á móti mér og gef mér ekkert nema fimmur í einkun, sama hve verkefnið er vel unnið. Þannig jeg annaðhvort stend eða fell með þessu prófi. Og jeg stóð mig ekki nógu vel, að eigin mati. Það sem vantar uppá í dönskukunnáttu minni er það að jeg get ekki skrifað samfelldan texta á dönsku, get ekki skilið talaða dönsku, get ekki talað dönsku og er frekar lélegur í málfræði.. Semsagt ekki margt sem jeg kann..
En þó er alltaf hægt að lýta á björtu hliðarnar því jeg fékk níu í myndaprófi í jarðfræði. Kannski það sé bara ráð að jeg bloggi á dönsku í nokkrar vikur..
Jæja, enska á föstudag, það verður líklega skítlétt og jeg ætla að leika mér að eigin hroka og sleppa því að læra.
þangað til næst, hafið það gott.
Big pempin.
Í spilun: lög af hemisphere með dose0ne.
posted by stefan at 11:20:00 AM
|
Tuesday, January 14, 2003
Arghh...
Jeg sem hélt að Stærðfræði væri
geðtruflandi. Nú er klukkan einungis
20 mín yfir ellefu en jeg samt búnað lesa
í þrjá tíma í dag í dönsku. En jæja.
Lítið að vera að gerast að mig minnir.
Nema andskotans prófin. En það líður
ekki á löngu þar til Mpcinn
okkar sem við enne eigum eftir að finna
nafn á fer að gjóta frumburðum sínum.
J.lo er búnað panta nokkra takta hjá okkur.
Hún borgar væna fúlgu og þjórféð í blíðu.
Jæja best að kippa sér upp úr þessum
draumkenndu hugleiðingum og halda
áfram að leggja stund á það blákaldasta í
þessari bláköldu veröld. Læra dönsku.
Maður dagsins: Dose0ne
Lag Dagsins: Qwel - highest commitment
posted by stefan at 11:29:00 AM
|
Monday, January 13, 2003
Jæja, prófin byrjuð og svona.
Jeg sat næstum með sveitt enni alla helgina
og lét svitadropana leka í stærðfræði bókina mína.
Bókstaflega? Jæja, var að koma úr stærðfræðiprófinu
og verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum.
Jeg sem er búnað vinna í því að stressa mig fyrir þetta
og allt, heyra tröllasögur af stærðfræðiprófum í MA.
En kannski var þetta bara svona..
Svo gæti alltaf verið að mar falli á þessu..
Svo andskotinn hafi það! Jeg er orðinn veikur, í byrjun´
prófatíðarinnar. Slæmt mál því ég ætla ekki að fara í
einhver sjúkrapróf. Örugglega betra að mæta bara í prófin svona.
Jæja, jeg fór á bíómyndina "Knockaround boys" eða eitthvað
svipað í gær. Þetta var svona venjuleg formúla um mafíósa,
næsti aðstoðarmaður hans svíkur hann. Svo viðurkennir
glæpaforingin ekki son sinn og eitthvað rugl. En samt ágætismynd.
Jæja, nú lærir mar fyrir helvítis dönskuna. Jeg skil ekki af hverju
ég er að fara að eyða tíma í það. Þessi kona sem kennir mér
gefur mér ekki meira en fimm. Hún les ekki einu sinni verkefnin
sem jeg skila henni. Jeg held að hún sé í góðri stöðu í djöfladýrkenda
félagi skólans sem hefur aðsetur í leyniherbergi í kjallara menntaskólans.
Maður verður bara að passa sig að reita hana ekki til reiði, hún
fórnar manni örugglega. En hún fórnar ekki Sigga, því Siggi gaf
henni hnetu um daginn. Þá er bara að muna að kaupa hnetur.
Bless.
'I spilun: slug (atmosphere) & murs (living legends) platan.
Stígvélafótuð það er að segja.
Stígvél = vél sem hjálpar manni að að stíga??
heimsku íslendingar..
posted by stefan at 12:19:00 PM
|
Monday, January 06, 2003
great
posted by stefan at 3:30:00 PM
|
Hóhó.
Jæja, skóla andskotinn byrjaður aftur.
Það er svo sem allt í lagi..
Byrjaði vel í dag með því að mæta klukkan 8 í staðinn fyrir níu.
Jeg var ekki einn í því, Konni called king úr True figures gerði
sömu mistökin. Svo þegar við spurðum tjellinguna í afgreiðslunni í MA af hverju
í anlinum við hefðum ekki verið látnir vita, svaraði hún mjög ´
kurteisislega: ,,Þetta stóð á heimasíðunni, svo var öllum sendur e-mail um þetta''.
Eins og ekkert væri sjálfsagðra. Hví gerir stjórn skólans ráð fyrir því að við séum eitthvað
á ma síðunni eða skoða skólapóstinn okkar í jólafríinu. Helvítis kjaftæði..
Jæja, ég horfði á Britney Spears myndina.
Reyndar byrjaði það einungis sem djók, þegar ég Plasti og meðbloggari minn Sverrir
tókum hana úr hillunni, en eftir að við lásum aftan á hana, var ekki aftur snúið.
Myndin kom mikið á óvart, mjög ófyrirsjáanleg í alla staði og
góðir leikarar... Nei okei, mér var borgað fyrir að segja þetta. Í staðinn
fyrir að borga 450kall fyrir myndina, væri nóg að horfa framan á hulstrið því
þá hefði maður getað ímyndað sér hver einasta atriði nákvæmlega.
Það var Vinsæla stelpan, Fína hreinameyin og Trailer park trash sluttið.
Svo var harði sæti gaurinn sem sagður var hafa drepið mann, en í raun var hann mjög
indæll systrarbjargvættur. Hann lék mjög stórt hlutverk í myndinni og fékk það
hlutverk að afmeyja Britney.
Jæja, skrifa kannski meira seinna...
Þangað til!! peace out og checkið á http://britney.is ! hún er real!
posted by stefan at 3:25:00 PM
|
Friday, January 03, 2003
Hmm..
Þónokkrir dagar frá seinasta pósti. Ástæðan fyrir því er að
jeg fór austur um áramótin í viku og gat ekki skrifað þaðan.
Jæja, það var fínt þar, og gleðilegt ár.
Fór þar á ball og skemmti mér þónokkuð vel.
Jæja, nenni ekki að lýsa þessari ferð í nánari atriðum.
Er bara að fikra mig áfram í pródúseringu, leika mér á mpcinum
o.s.frv. Skólinn fer að byrja....
Þangað til, we be like this!!!
posted by stefan at 6:53:00 PM
|
|