Svalir - eins og á húsum


Eldra efni.

Powered by Blogger

 


   Wednesday, February 26, 2003  
Jibbí, þessari skóla viku er nú lokið vegna svokallaðar menningarferðar sem farin verður til sunnlands í fyrramálið. Mér lýst bara ágætlega á þessa ferð, þó jeg efist um að jeg verði mjög menningarlegur. Utan við þessa Babýlóníu herleiðingu gengur allt einnig vel. Það er erfitt að skrifa um eitthvað þegar maður hatar svo fáa hluti. Reyndar er einn hlutur sem fer í taugarnar á mér... Helvítis maurarnir sem sjá um að halda salernum og fleiri stöðum í skóla vorum hreinum. Það hefur nú þrisvar komið fyrir að einn þeirra, meira segja í öll skiptin sam einstaklingurinn, hafi ætt inná salernið meðan jeg er að skvetta úr skinnsoknum. Og ekki það að þessi kvenkyns maur biðjist afsökunar eða eithtvað í þeim dúr, nei nei, hún heldur bara áfram að þrífa og hunsar tilvist manns. Í eitt skiptið var jeg orðinn helvíti hræddur um að hún væri að fara að skella sér í að þrífa þvagskálina sem jeg var að nota þá stundina. Hver heil- eða hálfvita maður ætti að sjá að þetta er syndsamlegt og krefst byltingar. Fínt það.. Jeg hef ekki tekið þátt í byltingu lengi. Geri mig samt reiðubúinn í að koma með kynþáttahreinsunarbyltingu hérlendis, og hef eignast umtalsvert fylgi. Nei þar laug jeg aftur, vill draga fyrri orð mí til baka og setja fram þá fullyrðingu að jeg er með engu móti(allavega ekki meðvitað) rasisti, og er jeg meira að segja litblindur, þannig jeg tek ekki einu sinni eftir litarhafti þeirra sem deila með mér jörðinni. En... þá bara bless í bili
   posted by stefan at 7:31:00 PM |


   Saturday, February 22, 2003  
Jeg er hræddur við lítil ljóshærð börn. En það ætti ekki að skipta máli þar sem eftir nokkur ár verður holdafar ungra barna orðið það viðurstyggilegt að maður fyllist frekar viðbjóði heldur en hræðslu. Þetta er virkilega orðið svolítið vandamál. Einnig held jeg að þessi kynslóð sem er á leiðinni sé alltof ókurteis. Allavega er það mín skoðun. Þetta er líklega sú kynslóð sem á eftir að stefna mannkyninu í glötun. Jeg átti í miklum samræðum um þetta við Jón Skúla Byltingarmann, gamla manninn sem jeg hitti alltaf í strætó. Þetta er mjög líklega mjög einmanna maður þar sem þetta hefur gengið svona um allnokkurt skeið. Jeg hitti þennan mann í strætó sirka 3 sinnum í viku, og alltaf birtir yfir honum þegar hann sér mig, því þá hefur hann loksins einhvern til að tala við. En allavega... Á döfinni er ferð til höfuðborgarinnar um næstu helgi, með mínum yndislegu samnemendun í Menntaskóla Akureyrar. Það verður líklega ágætis skemmtun, þar sem jeg get þá verslað mér vinyla og fleira. Í gærkveldi var farið í pool á Ali's, þar sem jeg, birdy, úlfur og gunni spiluðum í liðakeppni. Það fór ágætlega.. Bless...
   posted by stefan at 5:43:00 PM |


   Monday, February 17, 2003  
Hef skrifað tiltölulega lítið hérna upp á síðkastið. Það á sér skýringu eins og flest annað í þessu heimi, réttar eða rangar. Annríkið hefur verið mikið upp á síðustu daga og hef jeg staðið sjálfan mig að því að eyða æ minni tíma fyrir framan tölvuskjáinn. Býst við því að það sé góður hlutur frekar en slæmur. Sem dæmi um annríki má nefna mpjésjéinn sem tekur af mér mest allan frítíma minn. Jeg held að það sé einnig góður hlutur, svo það virðist að allt gangi mér í haginn þessa dagana. En.. Jeg sá eina slappa ræmu á sunnudaginn var. Þar sem jeg er á móti heimskulegum verkföllum, og læt það ekki skipta mig máli hvort jeg eyði 800kr eða 750 kr í bíó, þá gerðist jeg verkfallsbrjótur og skundaði á leið í bíó. Þar sem dramatísku fjölskyldumyndirnar og barnamyndirnar(ekki það að jeg sé að neita því alfarið að jeg falli undir hóp barna) voru ekki nægilega aðlaðandi átti jeg um tvo kosti að velja. Það var eitthvað smhict dæmi með Jack Nicholson þar sem hann pósar svo fallega framan á posterinu með ský á hausnum. Jeg keypti mér fyrst miða á hana, en komst svo að því að jeg var ekki í skapi að sjá einhverja sýrumynd. Því fór jeg í staðinn á I-Spy með eddie murphy og gaurnum með skrýtna nefið. Það hefði jeg betur látið vera. Þetta var ein leiðinlegasta njósnamynd sem jeg hef séð og þá er sko mikið sagt. Ekki það að jeg sé að segja að jeg sé einhver dómari og kviðdómandi í þessu máli enm jeg hef vissulega rétt á mínum skoðunum. Og jeg held að þessi fullyrðing mín sé meira en skoðun. Þeir hefðu eins getað látið mann borga áttahundruð kall á myndina, eytt fimm mínótum í að sýna kellinguna og njósnatækin, einn eddie brandara og segja svo: "Heyrðu þar sem við gerum þessa bíómynd einungis fyrir peningana, þá nennum við ekki að taka meira upp". Eddie murphy lék nákvæmlega sama persónuleika og hann gerir í flestum bíómyndum, nema í þetta skiptið var hann boxari. Nenni varla lengur að eyða meiri tíma í að rakka niður enn einn skandalinn í kvikmyndasögu þannig jeg held bara í háttinn, því í svefni mínum get jeg örugglega spunnið upp þónokkuð betri söguþráð en þann sem var í þessari kvikmynd.

Shalom

Shout out til kjarneðlisklúbbsins.
   posted by stefan at 11:52:00 PM |


   Sunday, February 16, 2003  
Jæja.. Liðinn langur tími frá því jeg ritaði vangaveltur mínar hingað inn. Fátt að segja frá, skrifa meira seinna í dag..
   posted by stefan at 2:11:00 PM |


   Sunday, February 09, 2003  
Kannski.. En allavega þá fór jeg í kvikmyndahús í gær.. Sú mynd hafði þónokkuð mikið skemmtanagildi umfram væntingar. Þetta mun vera myndin catch me if you can. Bara hreint ágætis ræma.. Svo endaði kvöldið á því að meðbloggari minn ældi af of mikilli áfengisnotkun í bíl annars félaga míns og var mikil skemmtun í því. Draugasögurnar láta reyna á sig. En allavega er jeg eithtvað dofinn í dag þannig að ef jeg myndi finna það í mér að skrifa meira þá myndi jeg líklega sjá eftir því. Eigum við ekki að segja þetta gott í bili?
   posted by stefan at 8:08:00 PM |


   Saturday, February 08, 2003  
Enn ömmur vika senn á enda. Jeg er búin að afreka frekar lítið þessa vikuna.. Eða jú, reyndar flutti jeg mpcinn, vladimir og trillurnar tvær niður í íbúðina niðri. Hún er laus í mánuð vegna leigenda skiptinga. Þar er hið víðfræga kitchen of hiphop, vegna þess að eini bekkurinn í þessari íbúð er í eldhúsinu, og þess vegna neyddust við til að setja upp græjurnar þar... Í gær átti jeg nokkrar góðar stundir þar, en eyddi svo restinni af kvöldinu með Miguell og Kalla. Það var alveg ágætt svosem.. Shit hvað jeg nenni ekki að skrifa fleiri merkingarlaus orð inná þessa síðu sem enginn les hvort eð er. Og ef þá einhverjir virkilega lesa þetta þá verð jeg að draga þá ályktun að þeir séu hálfvitar.. En erum við það ekki öll?
   posted by stefan at 6:41:00 PM |


   Thursday, February 06, 2003  
Hmm... Góðan dag...
Það sást til sólar í dag. Jeg veit ekki hvað það merkir. Kannski eru góðir hlutir í vændum. En allavega, fyrsti félagsfræðitíminn minn í framhaldskóla var í dag. Mig dreymdi allan tímann um að stinga blýanti gegnum barkann á mér. Ástæða fyrir þessu sjálfshaturfullu og ofbeldisfullu hugsunum var ekki sjálfshatur heldur einungis sú staðreynd að kennarinn er alveg hræðilega pirrandi. Það eru sérstakir hlutir, fólk, hljóð og alls konar hlutir sem eru bara á rangri bylgjulengd og fara í taugarnar á mér. Þessi kelling er ein af þeim hlutum. Hún er smámælt, talar með ömurlega áreitandi hrynjanda, og er bara yfir heildina hræðilega pirrandi. Ef hún les þetta þá vill jeg benda á að þetta er einungis mín skoðun á málunum, jeg er viss um að það er til fólk sem elskar þig. En allavega, það er ekki nóg með það að þessi kona sé pirrandi, hún er lygari! Kannski ekki lygari í verstu meiningu orðsins, en allavega tjáir hún sig of mikið um hluti sem hún hefur ekki hundsvit á. Hún fór allavega fjórum sinnum með alvarleg rangmæli á þeim stutta tíma sem jeg hlustaði á hana. Það er að segja þeim tíma sem hún neyddi mig til að hlusta á sig, þar sem hún skipaði mér að taka Sage Francis - Personal Journals úr eyrunum.. Jæja, satanískt ekki satt? hvar er goth stelpan mín.. Me out scout! Shalom!

Athugið að feitletruðu orðin eru lygi.
   posted by stefan at 8:47:00 PM |


   Wednesday, February 05, 2003  
Andskotinn!!!!!!
Jeg var búinn að skrifa risastóra ritgerð um hneykslismál af ýmsu tagi, og það datt allt út. Um huga minn leikur sterkur grunur um hvaða öfl náttúrunnar voru þar að verki! Þar sem þessi grein átti að afhjúpa satanískt tímatal okkar og áhrif satans alls staðar í kringum okkur, hef jeg sterkan grun um að kölski hafi verið að verki. Jeg næ honum næst!

Shalom!
   posted by stefan at 2:49:00 PM |


   Tuesday, February 04, 2003  
Er það ekki nokkurnvegin rétt hjá mér að þú ert með ömurlegan tónlistarsmekk, og bara yfir allt ömurleg lífvera ef þú hefur eitthvað eitt lag á repeat þegar þú ert a sofna eða chilla? Þið, lesendur góðir ef þá nokkrir, megið vel sleppa því að svara þessari spurningu á annan hátt en inní ykkar gjörspilltu og áhrifagjörnu heilabúum. Djöfulsins skjárinn minn er svo bjartur að mér finnst eins og augntóftirnar í mér hafi breyst í steikarpönnur, og getið hvað, augun mín eru eggin. Vegna þessarar staðreyndar hef jeg ákveðið að skrifa ei meir...
   posted by stefan at 11:10:00 PM |


   Monday, February 03, 2003  
Jibbí! Jeg hef ákveðið að afneita þessum heimi sem tilverustað mínum. Ekki það að jeg sé að deyja eða eithtvað svipað. Jeg hef einfaldlega fengið ógeð af mannfólki. Þar á meðal sjálfum mér býst jeg við. En allavega.. Það er svo mikið af ógeði í þessum heimi. Jeg er ekki viss um að jeg sætti mig við að klára skóla, ná mér í einhvern nógu vitgrannan kvennmann sem þolir mig, eignast íbúð og börn, og að lokum deyja á einhverju andskotans sjúkrahúsi eða elliheimili án þess að hafa gert neitt af viti. Reyndar er jeg þónokkuð viss um að þetta myndi aldrei ganga upp þar sem tortíming jarðar myndi líklega eiga einhevrn þátt í að breyta atburðarásinni.

En allavega, sem dæmi um ógeðið sem flýtur inn um vitundir mínar, er bandarísk kvikmyndamenning. Eða ætti jeg ef til vill að segja kvikmyndamenning yfir heildina. Þetta listformi hefur verið misþyrmt á misskunarlausan hátt gegnum tíðina. Það var nú ásættanlegt meðan þessar bíómyndir höfðu engan boðskap, en loksins þegar þessir framleiðendur ákveða að setja boðskap í myndirnar sínar, þá er hann ógeðslegur.
Sem dæmi hef jeg áður talað um kynjabrenglunina sem nú er í tísku. Sem annað dæmi má nefna það að það þótti töff ef karlðmaður eða kvennmaður lét dýr sleikja á sér kynfærin eða eitthvað svipað. Sem þriðja dæmi má nefna það að nú um daginn kveikti jeg á sjónvarpinu og horfði á tvær bíómyndir í röð. Í ljós kom að í báðum tilvikum gengu myndirnar út á það að gera grín að sifjaspelli.

Reyndar kemur það okkur að öðru vandamáli.. Sagt er að vandámálið sé ekki það að ógeðið í heiminum fari vaxandi heldur einungis það að fólk er ekki eins hrætt að tala um það. Er það virkilegra betra að börn og fólk viti af öllu ógeðinu sem er í gangi? Gefur það ekki ef til vill hugmyndir handa þegar brjáluðu fólki? Jeg ætla mér ekki að svara þessu en mér finnst þó líklegt að opinber umfjöllum af þessu tagi sé af hinu góða..

Bless í bili.
   posted by stefan at 1:11:00 PM |


   Sunday, February 02, 2003  
Jeg er andlega máttvana og nenni ekki að skrifa.. En það er skóli á morgun!
   posted by stefan at 1:52:00 PM |