Svalir - eins og á húsum |
Sunday, April 27, 2003 Voðalega er langt síðan jeg hef skrifað eitthvað hér inn á þetta annars vonlausa blogg. En jæja, það hefur verið mikið að gera, páskafrí, byggði mér herbergi niður í bílskúr, formattaði tölvuna. En jæja, annars er allt gott að frétta. Fór austur um páskana og skemmti mér í lágmenningunni. Skellti mér meira segja á sveitaball. Slæmt það. Hygg á kaup á hljómborðsyntha nú á næstu dögum til að bæta í græju safnið í nýsmíðaða herberginu mínu hér niðri. Fer líklega að hafa mig til í að skrifa eitthvað af alvöru hérna inn. En nú ætla jeg mér að láta hugann reika meðan jeg glugga í danska hommabók sem siðblindu námsáætlunargæjarnir láta okkur lesa.posted by stefan at 7:56:00 PM | Thursday, April 10, 2003 Eftir að ofskynjanir seinustu helgi hurfu úr hugskotum mínum hefur fátt gerst. Annars reyndist það vera ágætishelgi. Ágætisskemmtun á Ali og Amour og brettamótið í gilinu var einnig ágætt. Ágætt. Mikið hefur verið að gera í skólanum nú seinustu viku fyrir páska. Kastað var í okkur nóg af verkefnum til að skila, og er ekkert nema gott um það að segja.posted by stefan at 3:34:00 PM | Saturday, April 05, 2003 Jæja, ný helgi gengin í garð, enn ein vika af lífi mínu farin í vaskinn. Ak extreme snjóbrettamótið stendur víst yfir þessa helgi og ætla forgotten lores að spila einhverstaðar í tilefni að því. Í gær sá jeg all magnaðan atburð taka sér stað við miðbæjinn í gær. SS sveitir akureyrar, þessir á hvítu bílunum og svörtu búningunum sem stendur á lögregla ríkisins, gerðu sig tilbúna til að handtaka einhvern gaur. Gaurinn brást harkalega við og réðst að löggunni og fylgdi félagi óeirðarseggjarins fordæmi hans. Yfirvaldið náði þó yfirhöndinni eins og svo oft áður og maze-aði gaurinn, danglaði í hann með kylfu og henti honum inn í bíl. Félagi hans var skylinn eftir liggjandi í malbikinu. Þvílíkt drama! En jæja, heyrst hefur að Sveinn skrykkdansari hafi sést í ástarlotum með Rósu Manson. Vekur þetta upp viðbjóð hjá stórum hluta bæjarins. Einnig eru myndir væntanlegar af þessu atburð en þið getið fylgst með á Nautamjólkinni. Friðurposted by stefan at 1:24:00 PM | |