Sunday, May 30, 2004
Þá er maður að verða hálfnaður í prófunum. Frábært það. Búin að vera frekar slöpp helgi, ekki mjög viðburðarrík. Jú mér var sagt frá legstein upp í kirkjugarði sem ber áletrunina Real Stud. Á eftir að rannsaka málið betur sjálfur. Var að enda við að brenna pitsu í ofninum. Það var reyndar svaka fjör. Við David Lynch aðdáendurnir tókum okkur til í gær og leigðum myndina Eraserhead. Jeg var búinn að vera í frekar vondu skapi um nokkurra daga skeið, en jeg tel að þessi mynd hafi alveg bjargað mér. Jeg mæli með þessari mynd fyrir alla, en einna helst fyrir pör, því þetta er rómantísk gamanmynd í hæsta gæðaflokki.
,,Saursæll maður er jafnan auðsæll" las jeg einhversstaðar. Jeg hef ákveðið að gera þetta að nokkurskonar lífsmottóinu mínu. Og í tilefni að því ætla jeg að sleppa því að fara í sturtu í viku.
Og bæ.
posted by stefan at 2:06:00 PM
|
Wednesday, May 26, 2004
Gáta dagsins:
Fallinu f er hliðrað um vigurinn (pí uppi, -3 niðri) og úr því verður fallið g(x)=sin(x)+x. Hvað er fallið f?
Sá sem kemur með gilt svar við þessari spurningu fær rjómaís og ummfjöllun í New York Times að launum..
posted by stefan at 7:54:00 PM
|
Jeg vil biðja því að þakka Stefáni Þór Hjartarsyni fyrir þetta frábæra veður sem hann hefur látið okkur í té í dag. Blessaður sértu. Frábær dagur, búinn að liggja í sólinni að lesa fyrir íslensku frá klukkan átta í morgun, með Closed Shoulders ásamt fleiri frábærum túns í eyrunum.
Heyrði yndislegar fréttir í gær. Svo virðist vera að átrúnaðargoð mitt til marga ára, David Hasselhoff hafi loks ákveðið að beina ótakmörkuðum hæfileikum sínum inn á nýtt svið, rappið. Hér er frétt um málið. Hef jeg heyrt eitt lag, Pingu dance af diskinum David Hasselhoff sings America, og náði Davíð að heilla mig í fyrstu tilraun. Jeg hvet alla til að fylgjast vel með kappanum, og það mun jeg svo sannarlega gera.
Pingu ...
Pingu ...
Ok everybody, this is the pingu prance
All everybody have to do the pingu dance
My name is pingu, come on dance to the beat
It's easy if you try just watch my feet
It's all, be happy and have some fun
Let's come to 10 and start with 1
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10, let's go to 11
Stomp your feet and turn around
Reach for the sky, now touch the ground
To the pingu ...
To the pingu ...
(music)
Now made a little different go all the sames
Just different bodies with different names
We all have mommys and we all have dads
Sometimes we're happy, sometimes we're sad
If you smile and dance with me
You'll be happy, just wait and see
Stomp your feet and turn around
Reach for the sky, now touch the ground
To the pingu ...
To the pingu ...
Come on kids
P p p p p, p p p p p do the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p do the pingu
Ok kids, come on, and dance to the beat
It's easy if you try just watch my feet
Let's all be happy and have some fun
Let's come to 10 and start with 1
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10, let's go to 11
Stomp your feet and turn around
Reach for the sky, now touch the ground
To the pingu ...
To the pingu ...
Come on kids
P p p p p, p p p p p do the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p do the pingu
P p p p p, p p p p p do the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p to the pingu
P p p p p, p p p p p do the pingu
P p p p p, p p p p p do the pingu
Svo mikill sannleikur í þessum texta...
posted by stefan at 11:43:00 AM
|
Tuesday, May 25, 2004
Gleðilegan handklæðisdag!
Það er ef mér skjátlast ekki. Í dag er nefnilega towel day svokallaður, þar sem þeir sem vilja votta hinum frábæra rithöfundi Douglas Adams virðingu sína ganga með handklæði á öxlinni. Og ætla jeg mér að gera það.
Á kafi í próflestri. Fór í fyrsta prófið í morgun, stærðfræði. Gekk það ágætlega. En nú ætla jeg að hefja undirbúning fyrir prófið í engilsaxnesku sem verður nú á næstunni. Kveð að sinni.
posted by stefan at 3:52:00 PM
|
Sunday, May 23, 2004
Diss á Sverri.
-Hey strákar, finnum gellur.
-Er ekki einhver hérna game í pitsu
-Er þetta ógeðið sem drekkur alltaf uppúr klósettinu?(Talað um kött)
-Strákar.. Jeg held jeg sé með hálfmána.
posted by stefan at 2:05:00 AM
|
Tuesday, May 18, 2004
Jæja, nú hef jeg tekið þá ákvörðun að fara í tölvu- og sjónvarpsbann í vinnu. Ástæðan fyrir banni þessu er að jeg er orðinn þreyttur og slævðri hugsun sem hlýst af slíkri tímaeyðslu. Svo, jeg mun ekki skrifa neitt hérna í viku, og hvet jeg menn eins og Stefán Plat til að setja eins mikinn óhróður eins og hann getur inn á comments og gestabók því ritskoðunn verður aflétt meðan á banninu stendur. Mæti hress og skýr eftir viku(Mæta hvert?). Bless í bili(vikubili).
posted by stefan at 12:08:00 AM
|
Monday, May 17, 2004
Línudans á rauðum þræði geðheilsu minnar.
Eða ekki. Enn önnur viðburðarrík og frábær helgi í frábæru lífi mínu. Móðir mín átti afmæli og mega vegfarendur óska henni til hamingju með það. Jeg leigði myndina Lost Highway með Stefáni nokkrum nafna mínum. Með henni leigðum við svo Memento. Lost Highway var ágætis ræma sem skartaði ljótasta manni sem jeg hef nokkurntíman séð. Eðlilegt að maðurinn hafi verið óheppinn með útlitið þar sem að hann var í hlutverki vonda kallsins, ef ekki þá í hlutverka kölska. Verð þó að segja að maðurinn sem keppti fyrir Bosníu í Eurovision þótti mér enn djöfullegri. Svo var haldið í semi-teiti, og vil jeg óska húsráðanda þar á bæ alls hins besta, jafnvel þótt hann hafi vart vitað hvar hann væri megnið af tímanum. Eitthvað svipað á laugardagskvöldið, ein helstu tíðindin frá því kvöldi er að vinstri skórinn minn týndist á óskiljanlegan hátt. Svo virðist sem einhver hafi fengið skóna mína lánaða, en greinilega orðið svangur í leiðinni og ákveðið að svala hungrinu með vinstri skónum. Auðvitað áttu fleiri forvitnilegir atburðir sér stað sem ekki verður um getið hér, því við á svölunum höfum nú ekki verið þekktir fyrir slúðrið. Nema þá kannski Sverrir..
Kveð að sinni.
posted by stefan at 11:57:00 AM
|
Friday, May 14, 2004
Nú já.
Mér blöskraði ekkert smá yfir hegðun skólameistara okkar í Menntaskólanum í dag. Það var víst einhver ólympíudagur eða eitthvað svipað því. Hann gengur þannig fyrir sig að útskriftarbekkir skora á kennara í ýmsum íþróttagreinum, allir klæða sig í skrípabúninga og láta eins og vitleysingjar. Svo sem ekki mikið að því, en eitthvað er virkilega orðið að þegar maður þarf að horfa upp á skólameistara sinn dansa ballet í einhverju skærlituðu pilsi og láta eins og fífl. Hvernig á maður eftir að geta borið virðingu fyrir honum eftir þetta? Eflaust eru margir sem segja að það sé ekkert að þessu, hann nái bara betur til nemenda og sé að reyna aðrar leiðir en virðingu til þess. Mér persónulega finnst bara að staða skólameistara sé staða virðingar. Þess má geta að ekki-svo-hátt-virti skólameistarinn trúir á álfa og skammast sín ekkert fyrir það.
posted by stefan at 3:29:00 PM
|
Sunday, May 09, 2004
Góður sunnudagur í dag með öllu tilheyrandi. Gott veður. Skellti mér á ódýra geisladiskamarkaðinn í bókval sem er ekki ódýr. Stóðst þó ekki freistinguna og keypti mér tvo tvöfalda diska.
Diskur1: The best blue note album in the world ...ever! - Vel þéttur diskur. Inniheldur gamla klassíkera eins og song for my father með horace silver(sem madlib endurgerði á shades of blue plötunni sinni), Blue Train með john coltrane, Watermelon man með herbie hancock og fleiri. Einnig nýrri blue note tónlist frá US3 og eitthvað meira gaman.
Diskur2: Jazz legends diskur með tónlist um og eftir 1950 þegar trommur og bassi byrjuðu að spila meira hlutverk í jazz tónlist en áður. Inniheldur einnig nokkra gamla góða smelli eins og milestone með meistara miles davis, chameleon með herbie hancock og BIRDLAND með weather report. Ekkert nema gaman.
Eftir diskakaup var skellt sér í sund með Slice'em up, Sverri og Konfuse. Það var meira en ill þar sem lítill krakki pissaði á gólfið þegar við förum að klæða okkur í eftir dýfuna. Jeg dó úr hlátri, en endurholgaðist af hlátri þegar strákurinn sló í rassinn á pabba sínum, þegar hann var að þrífa upp sóðaskapinn eftir hann. Makalaust.
Svo var Brynjuís og síðuskólakarfa einnig á dagskrá eins og á hverjum öðrum góðum sunnudegi.
Vill nota tækifærið til að þakka aðal áhangenda síðu þessarar, Stefáni Þór Hjartarsyni, fyrir veittan stuðning. Kannski óþarfi að pósta comment við hverja einustu mynd á myndasíðunni í einu. Þú ert krútt.
posted by stefan at 8:00:00 PM
|
Producto Petey fagnandi með pressuleikfimi.
MM.. er að borða páskaeggið mitt í fyrsta skipti núna. Og það bragðast vel. Los Guddos varð að veruleika um helgina. Tjái mig ekki meira um það mál. En já, myndasíðan er komin inn. Linkur til hægri. Vantar ódýran trúlofunarhring, forstjóra skrifborðsstól og magnara! Einhver sen getur hjálpað mér? Freyðið.
Horfði á eina mögnuðustu mynd í heimi(hví spara stóru orðin) síðasta fimmtudag. Mulholland drive hét hún og var frá David Lynch. Mæli með henni fyrir alla. Svo í gær horfði jeg á aðra frábæra mynd, Pí. Hún er einnig frábær, og þeir sem hafa ekki séð hana eru fátækir. Jeg er að sofna.
posted by stefan at 12:18:00 PM
|
Tuesday, May 04, 2004
Verð að fá.. Verð að fá..
I need Money með Marky Mark er eitt besta lag í heimi. En hvað um það. Jeg gerði mikilvæga uppgötvun í dag, og trúi reyndar ekki að það hafi tekið mig svona langan tíma að fatt þetta. Dj Shadow notar sama sampl og Anticon thug Alias notar í watching water, í lagi sínu ....Meets his maker.
Mæli með síðunni http://www.Sigurfreyr.com fyrir alla, konur sem og karla. Lesið endilega viðtölin við skyggnu gaurana í dulspeki undirflokkinum. Hlægilegasti úrgangur í heimi. Eða allavega hinum þekkta heimi. Þessu herbergi?
Endilega skoðið Þetta gamla viðtal við Georg Bush eldri. Hann er með nokkuð strangar skoðanir á trúleysingjum.
Skólabjallan klingir frá fjarlægri strönd..
Peis..
posted by stefan at 1:47:00 PM
|
Monday, May 03, 2004
Enn annar sár missir í lífi sem virðist í stórum dráttum ganga út á að slá mig niður. Nú er mín ljúfa funky feroza horfin úr lífi mínu og á jeg líklega aldrei eftir að fá að njóta hennar framar. Aldrei eftir að festa mig í drullupytt framar, aldrei. Ó þú grimmi skapari! Hví! Hví!
posted by stefan at 4:28:00 PM
|
Sunday, May 02, 2004
Viburðarríkt kvöld í gærkvöldi. Í aðgerðarleysi okkar ákváðum við, Stefán Sverrir og Stefán, að stefna út í óvissuna á fjórum jafnfljótum. Eftir drykklanga stund hitaði jeg all verulega í miðstöðinni. Þá kviknaði sú hugmynd í bílnum að við ættum að reyna að slá met í að koma hitastiginu í bílnum upp. Miðstöðin var sett á fullan blástur og heitasta, og látin taka sama loftið aftur og aftur(andstætt við að fá alltaf nýtt loft úr umhverfinu.) Þegar hlýna tók byrjuðum við strákarnir að tína af okkur spjarirnar, á meðan við fylgdumst glögglega með hitamælinum. Eftir um 25 mínútur var hitastigið farið að nálgast fjörtíu gráður, allir herramennirnir komnir úr að ofan, og ökumaður bifreiðarinnar(jeg) ákvað að leggja bílnum í stað þess að keyra um vegna svima og fleiri óþæginda af völdum hita. Þá byrjaði gamanið fyrir alvöru. Hitastigið hélt áfram að drattast upp, mikil móða og bleyta settist á rúðurnar svo ekki var hægt að sjá út og jafnvel enn fleiri spjarir fóru forgörðum. Svitinn bogaði af ennum okkar þegar hitastigið nálgaðist sett markmið, 50 gráður. Hver sekúnda virtist heil eilífð, og jafnvel þrátt fyrir að klukkan segði okkur að einungis fjörtíu mínútur væru síðan við hófum þessa brjálæðislegu tilraun, þá í óraði okkar véfengdum við jafnvel klukkuna. En loks.. Eftir langa bið stukku þrír ungir karlmenn útúr rauðu smábifreiðinni, hver á sinni brókinni, en fátt var um meiri flíkur. Viðstaddir hafa eflaust talið að um einhverskonar leiksýningu væri að ræða. Í geðshræringu sinni hlupu þessir þrír ævintýra menn um og dásömuðu kalda loftið, gufa steig útúr bílnum og enn var ófært að sjá inn um gluggana. En erfiðið var á enda, nöfn skráð á spjöld sögunnar og frægðin og framinn beið. Enn er þessi nótt fersk í minnum manna, og gengur oftar en ekki undir nafninu Nótt hins súrsæta svita.
Afsakið. Missti mig aðeins í sagnagleðinni.. En frásögn þessi er laus við allar ýkjur og úr henni má greina hvað við lifum í raun spennandi og gefandi lífi.
Annar viðburður kvöldsins var þegar Five-O stoppaði okkur fyrir hryðjuverka árásir. Þannig var í pottinn búið að Stefán nokkur Þór átti víst ennþá froska sprengjur frá því áramótin fyrir 3 árum. Við skelltum okkur í árásir á óbreytta borgara. Svo óheppilega vildi til að einhver þeirra hringdi á lögguna(grunum einhvern í sjöundar bekkjarhópnum sem við köstuðum þrisvar í) og við vorum stoppaðir. Lögreglan var í raun hin almennilegasta og tók á málinu af mikilli visku. Fá þeir props fyrir það og umslag úttroðið af seðlum(mútur?).
Má búast við því að lagið Automatic lover verði tilbúið til niðurhlaðningar á síðu þessari fljótlega. Aðdáendur bíða í eftirvæntingu. Myndasafn á leiðinni. Stefnt verður að því að bæta 50°C metið á næstunnik, og þá með vídjó cameru í hönd. Fylgjist með, á Svölunum...
posted by stefan at 2:33:00 PM
|
|