Svalir - eins og á húsum


Eldra efni.

Powered by Blogger

 


   Wednesday, June 23, 2004  
Hæhó.
Allt í fína þessa dagana, vinnan fremur létt og allt í góðu. Byrjaði á bókinni Þrúgur reiðinnar í gær, eða The Grapes of Wrath eins og hún heitir á frummáli eftir John Steinbeck, og gengur lestur hennar með miklum ágætum.
Ó hvað jeg ann þeim dögum þegar allt sem maður áður trúði og hélt sig vita hrynur saman fyrir augum manns. Þegar öll heimsmynd manns endar í molum og maður neyðist til að eyða allri sinni orku í að endurbyggja hana úr rústunum. Verst að í dag er ekki þannig dagur, og reyndar er langt síðan jeg upplifði slíkan dag.. Ekki nógu gott..
Næstkomandi föstudag verður haldin Badmintonmót Hnébuxnaleysingja í Kjarnaskógi. Tveir og tveir í liði, og verður þetta svakalegt túrnament. Í vinning er einn sexari af miði ásamt góðmeti. Áhugasamir geta tekið þátt með því að hafa samband við annan tveggja stjórnenda þessa síðu, eða jú Guð. Ekki er lengur tekið við umsóknum frá klappstýrum því allt er fullt í þeirri deild. En nú þarf maður víst að skella sér aftur í vinnuna, því ekki vaxa peningarnir á trjánum (segja þeir(sem er ekki satt(því hvað væru þá peningatré(karlpeningatré?))))
   posted by stefan at 12:41:00 PM |


   Thursday, June 17, 2004  
Gleðilegan 17. Júni!
En reyndar ekki. Þessi dagur er heldur leiðinlegur. Þó er aðfaranóttin oft hress. Mér tókst því miður ekki að halda mér mjög hressum. Sótti skemmtun á Græna hattinn, þar sem Dj B-Ruff hélt uppi fjörinu á ásnum og tvistnum. Ekki skemmti jeg mér neitt rosalega vel þar og var mikið á ferðinni út og inn af ýmsum ástæðum. En það var þó allavega reynt. Eftir að heim var komið byrjaði hin eiginlega skemmtun kvöldsins, því mig dreymdi mesta bull sem til er. Allavega var jeg í einhverju mötuneyti að gera eithtvað og Hákon Örn Hafþórsson yrti eithtvað á mig og jeg tók eftir að hann var með maskara og málaður. Jeg spurði hví hann væri málaður, en hann sagðist bara hafa verið í nuddi. Svo fór jeg í Nettó að leita að manni en mátti ekki fara að leita að manni nema jeg sýndi skilríki. Svo missti jeg bjór og þurfti að fara inn á baðherbergi. Þar var alveg pínulítill en loðinn bleikur köttur, voða sætur. En eftir skamma stund skreið snákur undir hurðina og reyndi að veiða köttinn. Jeg reyndi ekki að stöðva snákinn. Verð að fara að slaka á sýrunni.
Í kvöld hef jeg hugsað mér að byrja á því að horfa á Clash spólu með Stebba mjöðm, og þvínæst Pink Floyd vegginn. Reyna allavega að forðast að lenda í einhverri hátíðarstemningu.
Kveð að sinni,
tvílægur Stefán Jökulsson.
   posted by stefan at 7:37:00 PM |


   Friday, June 11, 2004  
Fuckahell.
Nú jæja, þá er sumarið komið fyrir alvöru. Kláraði seinasta prófið seinasta þriðjudag. Er búinn að fá útúr þessu og get svosem sagt að jeg sé sáttur. Er hinsvegar ekki sáttur við að vera byrjaður að vinna. Er að deyja úr þreytu. En vonandi venst það.
Þar svo að fara að drífa mig uppúr letinni sem fylgir því að byrja að vinna og fara að koma einhverri músík í verk. Hef verið að hugsa um að fjárfesta í nýju mpc týpunni frá akai í sumar. Þá er jeg að tala um sampler. Einum of getnaðarleg græja og reyndar bara algert skrímsli.

Jæja, hef ákveðið að biðja lesendur, ef þá einhverjir eru, um að nefna kosti og galla reykinga(sígarettureykinga), og nýta sér til þess comment kerfið.
   posted by stefan at 1:00:00 PM |