Svalir - eins og á húsum


Eldra efni.

Powered by Blogger

 


   Tuesday, May 24, 2005  

Eins og rottur sem flýja sökkvandi skip flytja nú ungmennin hvert á fætur öðru í höfuðborgina. Nú seinast misstum við Úlf og Þeysa, en á móti kemur að nú er ávallt vís staður fyrir eftirpartí í borginni. Eða það vonar maður allavega. Allavega þá vil jeg nota tækifærið og óska þremenningunum (gamalreyndur borgari að nafni Jón bætist í hópinn) til hamingjum með nýju íbúðina sína.

Yfir í annað þá eru prófin að hellast yfir enn einu sinni. Get samt ekki sagt að jeg sé mjög kvíðinn, reddast líklega eins og alltaf. En engu að síður ætla jeg heldur að eyða tíma mínum í að læra en að þvinga fram eitthvað bull til að skrifa. En lög sem eru skemmtileg:


Tom waits - Alice (Af plötunni Alice). ,,How does the ocean rock the boat, how did the razor find my throat''. Gæsahúð.

Tom waits - Green grass. Annað mjög gott af nýju plötu hans. Ótrúlegt hvað kallinn er tilraunakenndur miðað við aldur. (þó ekki í þessu lagi)

The velvet underground - pale blue eyes. Sætt lag og sætur texti.

Slug - Body Pillow. Eitt sinn uppáhaldslagið mitt og var að heyra það aftur eftir mörg ár.

Atmosphere - Fuck you lucy. Slug aftur, ógeðslega góður ..og bitur. ,, The sunshine is fake how much time did i waste"

Last Emperor - Away from the sun. Gott lag. Sorglegt að loksins þegar hann náði að gefa hún sökkað svona mikið.

At the drive-in - one armed scissor. Samt bara fyrir emo crybabies.

Skullfuckað í coma - Lífsleikni listaverk. Bara vá.

Og já, ný myndasíða http://picturetrail.com/einsogahusum

   posted by stefan at 6:52:00 PM |