Svalir - eins og á húsum


Eldra efni.

Powered by Blogger

 


   Saturday, October 22, 2005  
Í tilefni af baráttudegi kvenna næstkomandi mánudag hef jeg ákveðið að byrja þessa litlu færslu á tilvitnun af vísindavefnum þar sem svarað var spurningunni, Hvað er kona.

,, Samkvæmt sálgreinandanum Sigmund Freud (1856-1939) er helsta einkenni á tilvist konunnar vöntun á limnum. Tilvist hennar snýst þess vegna að miklu leyti um að bæta sér upp þennan skort, annað hvort með því að taka þátt í samförum við karlmann og fá þannig hin eftirsótta lim inn í sig einhverja stund, eða með því að eignast barn, en samkvæmt Freud er barnið uppbót konunnar fyrir liminn."

,, hin eftirsótta lim"! Haha, er þetta ekki makalaust. Pælið í geðveikinni.

Í þessari sömu heimsókn á vísindavefinn komst jeg að öðru sem mér þótti ekki alveg jafn skemmtilegt. Já, sem mér þótti eiginlega bara alls ekkert skemmtilegt. Enn og aftur virðist fólk taka sig saman og brjóta niður þær fáu undirstöður sem eftir eru í lífi mínu. Það kemur í ljós að jeg, Stefán Jökulsson, fæddur 17. desember, er í rauninni ekkert hetjulegur bogamaður líkt og jeg hef haldið allt mitt líf. Nei, nú vilja þeir segja mér að jeg sé Naðurvaldi! Hvern fjandann á það að þýða! Eftir að hafa sómasamlega skoðað stjörnuspánna mína svo árum skiptir og reynt eftir bestu getu að breyta eftir henni, kemur í ljós að jeg hef alla tíð lifað í lygi. Og það sem verra er, það skrifar enginn stjörnuspá fyrir Naðurvalda. Hvað í andskotanum er eiginlega Naðurvaldi?! Ætli jeg verði ekki bara að byrja að haga lífinu eftir eigin höfði þar sem jeg hef enga stjörnuspá til að leiðbeina mér. Jeg bara finn á mér að það á eftir að fara illa..
Hér má finna greinina sem braut niður heimsmynd mína.

Sjaldan er ein báran stök. Mér til mikillar óánægju komst jeg að því um daginn, eftir að hafa þreytt próf sem jeg fann á b2.is(eða Stefán Þór Hjartarson fann og sagði mér frá) að jeg er í raun einungis 18% nörd. Þar sem þessi útkoma er augljóslega óásættanleg hófst jeg þegar handa við að auka nördaskap minn. Jeg er að velta fyrir mér að taka þátt í Forritunarkeppni framhaldskólanna og er að gera skilaverkefni í gagnasafnsfræði þar sem jeg bý til gagnagrunn sem á virka sem character sheet fyrir Dungeons and Dragons (D&D). Og til að fullkomna þetta alveg tók jeg þátt í mínu fyrsta LAN-i í gær, þó jeg hafi reyndar ekki staðið mig vel þar sem jeg spila eiginlega ekki tölvuleiki..

Hlustið á plötu hljómsveitarinnar The Magic Numbers.
Og jeg er kominn á myspace.
Bæ.

   posted by stefan at 6:44:00 PM |


   Sunday, October 16, 2005  
Enn hvað það er skemmtilegt að dagskrárgerðarmenn sem vinna við íslenskt sjónvarp hafi einsett sér það að gera leiðinlega mánudaga að engu hjá mér. Reyndar eru allir alltaf að tala um einhverja bláa mánudaga, en jeg hef aldrei fengið að kynnast slíku. Ekki nóg með það að Appelsínusýslan er á skjá einum á mánudagskvöldum, heldur datt einhverjum snillingi það í hug að bæta inn í þáttaflóruna í íslensku sjónvarpi, þar sem allt virðist reyndar vera að fyllast af leiðindar raunveruleikasjónvarpsþáttum, klassíska grín þættinum Fresh Prince of Bel Air. Þar sér maður ungan og villtann Will Smith dansa fríkaða dansa og rappa með sjö ára frænku sinni. Alger draumur.


Um seinustu helgi gerði jeg mér ferð suður yfir landamærin til að verða vitni að stórviðburði fyrir íslenska hiphop áhugamenn(hiphophausa eins og sumir segja, skil eiginlega ekkki af hverju, kannski eru þeir svo hausstórir(góðir með sig)).
Þar stóð jeg frammi fyrir rapp goðsögnum eins og Buckshot, smiff n wessun og sean price úr heltah skeltah. Ekki var það verra að jeg og stefán (ekki jeg) vorum fremstir nær allan tímann eftir að hafa bolað nokkrum fitubollum frá, og alls ekki var það verra þegar útúrsveppaður sean price misþyrmdi stefáni meðan á tónleikunum stóð, hárreitti hann og og hettureitti. Stutt en áhugaverð ferð, full af dularfullum atburðum eins og snarstækkandi peysum og þvíumlíku.

Helgin sem var að enda var líka með eindæmum áhugaverð þar sem jeg sló persónulegt met í að spreða peningum á bar, týna hlutum, rífa föt og týna skóm. Reyndar var þetta ekki fyrsta skiptið sem jeg hef týnt skónum af fótunum á mér á fylleíi en það er önnur saga. Biðst hérmeð formlega afsökunar á hegðun minni þetta kvöld, þó jeg sé ekki alveg viss hver hún er, en áhugasamir geta leitað svara hjá stefáni2. Einnig vil jeg nota tækifærið og skora Jón Gísla formlega á hólm eftir skóla næstkomandi föstudag. Til vopna! (og ekki einhverja barnalegra paintball vopna litla nördið þitt)
   posted by stefan at 7:31:00 PM |


   Tuesday, October 04, 2005  
Einhverjum fávita tókst að valda mér alvarlegu hugarangri í gær. Fáviti þessi upplýsti mig um það að hin sanna merking Pepsi vörumerkisins sæist í raun fyrst ef horft er á pepsi merkið aftanfrá í gegnum glerið á glerflösku. Kemur þá í ljós að Pepsi, sem augljóslega er ekki alvöru orð, er í rauninni 12939 eða 12.9.39. Sagði maðurinn mér að þetta væri stofnunardagur Pepsi-Cola fyrirtækisins. Þessar upplýsingar fengu mjög svo á mig, og fannst mér líkt og jeg hefði lifað í lygi allt mitt líf. Seinna komst jeg reyndar að því að þetta var allt saman haugalygi. En það bætti samt líðan mína ekkert. Jeg rannsakaði málið og komst að því að Pepsi Cola fyrirtækið var stofnað seint á 9. áratug 18.aldar. Grunur minn er sá að dagsetningin hafi í raun verið forspá um einhverja hræðilega atburði, seinni heimstyrjöldina til dæmis, því dagsetningin er mjög nálægt upphafi þeirrar styrjaldar. Í raun gæti verið að Pepsi-Cola sé ábyrgt fyrir seinni heimstyrjöldinni! Ef til vill gæti þó verið að þessi hræðilega forspá eða hræðilegu fyriráætlanir hafi aldrei orðið að veruleika því stofnandi Pepsi Cola Caleb Bradham dó 1934. En nú spyr jeg lesendur eða lesanda ef það er þá einhver; Hvað gerðist 12.9.1939? Hér er mynd af Caleb og vinum, hann er þessi með hringinn um hausinn, of niðursokkinn í hugsanir sínar um heimsyfirráð og þjóðarmorð til að pósa fyrir ljósmyndarann:



http://homepages.netralink.com/southsayer/Notorious`duck`.html
er heimasíða sem jeg skil ekki. Og hér er minn seinasti andardráttur:

krúttlegt, ekki satt?

E.s. Sverri fór í sleik.

E.e.s. Allir að skrá sig í HarMa, Harðkjarnafélag Menntaskólans á Akureyri, og Anal-Ma, stjörnuskoðunarfélag Menntaskólans á Akureyri.

   posted by stefan at 11:50:00 AM |