Thursday, April 07, 2005
Jeg leita stöðugleika en í heiminum sem við lifum í ríkir óreiða tímar breytinga, tækni fleygir fram, en finnum þó enn til sama tómleika þó reyndar lífsgæðin aukist stöðugt og batni útlitið velmegun vex en samstíga virðist vaxa þunglyndið sífellt eykst eirðarleysið, fólk missir fótfestu í þessu öngþveiti þegar streitan til sín segir fer að vera auðveldara að falla í freistni af valmöguleikum er skítnóg en af skornum skammti er hamingja í boði er nóg af gleðigjöfum, en það sem er verra, þeir endast aðeins til skamms tíma svo jeg reyni að halda minni ró, og ekki eltast við þessi villiljós en staðfestan firnist fljótt, og áður en jeg veit af hef jeg brugðið af minni slóð hver láir mér það, við erum öll syndaselir, hver öðrum verri svamlandi í sjó þar sem samhugur og siðgæði, eru á hverfanda hveli. Skrítið hvernig í takt við framþróun virðist minnka manndómur ungar stúlkur eru farnar að líkjast hórum áður en þær slíta barnskónum heimsmynd manna brenglast æ meira og spilling er rótgróinn jeg reyni að sýna stillingu, en það er erfitt þegar slíkur er heimsósóminn svo jeg sletti hugsunum mínum á blað og jafnvel þó engu breyti það er jeg bara feginn að, jeg hafi tónlistina til að fylgja mér lífsleiðina mér er sama þó hrokafullir hræsnarar séu með diss útí mitt næsta lag því fyrir mig, að skrifa vers og flæða það, er það sem hleypir lífi í æðarnar
seinna vers úr einhverju lagi.
posted by stefan at 1:41:00 PM
|
Sunday, April 03, 2005
Jæja, þá er maður enn aftur byrjaður að blogga. Það er ágætt. Hiphop hljómsveit skipuð mér(Stefáni), Hákoni, öðrum Stefáni, Sverri og Margeiri hélt sína fyrstu tónleika nú síðastliðið föstudagskvöld í Kvos Menntaskólans á Akureyri. Hitað var upp fyrir Forgotten Lores, sem er sú íslenska hiphop hljómsveit sem jeg held hvað mest uppá, og komu þeir með alveg frábært show. Eftir tónleikana var svo partí á Dátanum, þar sem B-Ruff, Beatmakin troopa og Dj Coma héldu uppi fjöri auk þess sem allavega tveir rapparar, Class B og Aess, gripu í hljóðnema. Einhverjir sem höfðu svo ekki vit á því að fara að sofa eftir Dátann lentu í eftirpartí á Hótel Kea. Á döfinni hjá hljómsveitinni er svo að semja, taka upp, finna nafn og halda aðra tónleika sem fyrst. Byrjað er að tala um að leigja stað með félögum úr Kingstone einhvertíman í maí. Tilvitnun dagsins er frá forseta okkar Ólafi Ragnari Grímssyni: ,, Með fullri virðingu fyrir Vestmanneyjum, þá er það enginn balletbær". Vonum að jeg hafi náð þessu rétt svo jeg þurfi ekki að óttast ákærur. Plata dagsins er nýja Beanie Sigel platan, the B coming, ekki oft sem jeg fíla mainstream plötur svona vel. Og tilvitnun af henni: Play your cards, go against all odds/ shoot for the moon, if you miss, you're still amongst those stars.
posted by stefan at 8:58:00 PM
|
|